Blue Flower


Hlaupahátíð á Vestfjörðum  17-19 júlí 2015

Dagskráin er fyrir árið 2015 er komin á síðuna undir liðnum  "Dagskrá"  og hefst skráning á alla atburði hátíðarinnar innan skamms.

 


Hlaupahátíð 2014 lokið

Þá er hlaupahátíðinni árið 2014 lokið en í dag var Vesturgötuhlaupið haldið. Einmuna blíða var í Dýrafirðinum í dag, 17 stiga hiti og sólin náði að glenna sig nokkuð mikið í dag.

Sigurvegarar í 45 km hlaupinu voru Stefán Gíslason og Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, í 24 km hlaupinu voru það Sigurjón Ernir Sturluson og Martha Ernstsdóttir og í 10 km hlaupinu voru það Hrönn Guðmundsdóttir og Guðni Páll Pálsson en Guðni setti glæsilegt brautarmet, 36.46

Þríþrautin kláraðist einnig í dag en keppendur í henni syntu 500m á föstudag, hjóluðu 55km á laugardag og hlupu 24km í dag. Sigurvegarar þar voru Björn Lindberg og Margrét Pálsdóttir

Við þökkum öllum þátttakendum hlaupahátíðarinnar fyrir komuna og vonumst til að sjá ykkur að ári. Einnig þökkum við öllum þeim styrktaraðilum sem komu að hátíðinni í ár kærlega fyrir stuðninginn en án þeirra, og þátttakendanna, gætum við ekki haldið svona flotta hátíð.

Hlökkum til að sjá ykkur á Hlaupahátíð á Vestfjörðum 17-19 júlí 2015


Fjallahjólreiðar

Þá er fjallahjólreiðunum lokið en þær fóru fram í blíðviðri á Þingeyri. Sólin lét reyndar lítið fyrir sér fara en lognið var algert og því var varla tekið eftir rigningardropunum sem þar féllu. Sigurvegarar í hjólreiðunum voru Ingvar Ómarsson og Þorgerður Pálsdóttir en Ingvar háði harða keppni við Hafstein Ægir Geirsson en hafði sigur með aðeins sjónarmun. Mikið var um skakkaföll í hjólreiðunum í dag, keðjur slitnuðu, dekk sprungu, menn villtust og einn og einn skurður lét ljós sitt skína en allt gekk þó að óskum og komust allir heilir heim.


Myndir

Allar myndir frá föstudegi og laugardegi eru komnar hér


Úrslit

Öll úrslit á hlaupahátíðinni verða birt  hér og er hægt að sjá úrslitin í beinni....


Óshlíðarhlaup og Sjósund

Þá er Óshlíðarhlaupinu lokið  en sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru Hrönn Guðmundsdóttir og Sigurjón Ernir Sturluson og í 21 km voru það Bas Pierik og Ingveldur Hafdís Karlsdóttir.

Í sjóundinu voru það Díana Ósk Halldórsddóttir og Oddur Kristjánsson sem unnu 500m í galla og Hermann Ási Falsson í 500m án galla. Í 1500m sjósundinu í galla voru það Vaka Antonsdóttir og Oddur Kristjánsson sem voru hlutskörpust og Óskar Eggert Óskarsson án galla.


Forskráningu lokið

Þá er forskráningu lokið en hægt verður að skrá sig og sækja hlaupagögnin í versluninni Craftsport á morgun, fimmtudag frá 16-18 og á föstudag frá 12-18. Einnig verður hægt að skrá sig og nálgast gögn á Þingeyri á laugardag og sunnudag en við verðum í tjaldi fyrir utan íþróttahúsíð þar í bæ. Þar sem við eruð háð rútum í 24 og 10 km Vesturgötu er ekki víst að hægt verði að skrá sig fram að starti þannig að þeir sem ætla að skrá sig í þær greinar eru hvattir til að gera það sem fyrst.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar fyrir keppendur og aðstandendur þeirra

 


 

Aðeins nokkrir dagar....

Þá eru aðeins nokkrir dagar í að hátíðin hefjist þetta árið og mótshaldarar með allt á hreinu og hlökkum við til að taka á móti þátttakendum. Það hefur rignt vel í sumar en skv. veðurspám á að stytta upp í lok vikunnar og um næstu helgi ætlar sólin loksins að láta sjá sig.

Fyrir utan hefðbundna dagskrá þá ætlum við að framlengja hátíðina fyrir þá gesti sem ætla að vera áfram eftir helgina:

Mánudaginn 21. júlí klukkan 18.15 ætlum við að hittast í Holti, hlaupa í sandinum og synda í sjónum. Allir velkomnir og er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að slaka á eftir stranga helgi. Börnin geta tekið með sér skóflu og fötu og leikið sér í sandinum.

Þriðjudaginn 22. júlí klukkan 21.00 er stefnan að hlaupa frá Skálavík yfir á Ísafjörð en Riddarar Rósu hafa hlaupið þessa leið undanfarin ár. Við hittumst við íþróttahúsið á Torfnesi, sameinumst í bíla og hlaupum svo rólega sem leið liggur frá Skálvík til Ísafjarðar en þetta er um 27 km leið. Auðvelt er að láta ná í sig á leiðinni ef fólk treystir sér ekki í að hlaupa alla leið. Nánari upplýsingar verða settar inn seinna þegar nær dregur.

Svo minnum við á að forskráningu lýkur klukkan 12.00 miðvikudaginn 16. júlí en eftir það er hægt að skrá sig í versluninni Craftsport í miðbæ Ísafjarðar fimmtudag frá 16-18 og föstudag frá 12-18. Einnig verður hægt að skrá sig á þingeyri laugardag og sunnudag en þó ber að hafa í huga að við gætum þurft að loka fyrir skráningu í Vesturgötuhlaupin (10 og 24 km) þar sem við erum háð rútum í þau hlaup.

 


 

2 vikur til stefnu

Nú eru innan við 2 vikur í Hlaupahátíðina og er undirbúningur í fullum gangi. Skráning er hafin og fer hún rólega af stað líkt og undanfarin ár en við hvetjum alla að skrá sig í forskráningunni því það auðveldar allan undirbúning fyrir okkur en að sjálfsögðu er ekkert mál að skrá sig á staðnum ef vilji er fyrir því og það kostar ekkert auka...

Öll dagskrá hátíðarinnar er hér á síðunni undir flipanum hlaupahátíð (dagskrá) en þar er að finna allar tímasetningar og kostnað í hvern atburð. Þess ber að geta að þó svo að sagt sé í dagskránni að Sjósundið byrji klukkan 16.00 þá eru 500m kláraðir áður en 1500m eru syntir þannig að ef einhver vill synda báðar veglengdir þá er það ekkert mál.


 

Skráning hafin

Þá er skráning hafin á Hlaupahátíðina á Vestfjörðum 2014 en hún fer fram hér á vefnum, sjá link hér til hliðar. Í ár verður í fyrsta skipti keppt í tveimur flokkum í sjósundinu en þá geta keppendur valið að vera í galla eða "bara" í sundfötum. Einnig verður keppt í aldursflokkum í Svalvogahjólreiðum og í Vesturgötunni. Flokkarnir verða 16-39 ár og 40 ára og eldri en vegleg verðlaun verða einnig veitt fyrir fyrstu þrjá í karla og kvennaflokki óháð aldri.Hlaupahátíðin 2014 fer fram dagana 18-20 júlí nk og verður dagskrá með svipuðu sniði og undanfarin ár. Skráning hefst hér á vefnum fljótlega svo fylgist með......

 


 

Við þökkum öllum þátttakendum hátíðarinnar, hvort sem þeir voru að keppa eða fylgjast með og hvetja, kærlega fyrir helgina. Hátíðin tókst vel í alla staði, veðrið hélst gott allan tímann þó svo að vindurinn hafi aðeins verið að stríða okkur í dag. Við hlökkum til að sjá ykkur að ári, 18-20 júlí 2014.

 

 


 

Sunnudagurinn 21. júlí 2013

Þá er keppni lokið á Hlaupahátíðinni árið 2013. Henni lauk með keppni í Vesturgötuhlaupi auk þess sem úrslit í þríþrautinni urðu kunn.

Í 45 km Vesturgötu varð sigurvegari í karlaflokki Friðleifur Friðleifsson en hann hljóp á tímanum 3.35.02 en það er besti tíminn sem hefur náðst á þessari leið. Í kvennaflokki sigraði Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 4.22.23.

Í 24 km Vesturgötu varð sigurvegari í karlaflokki Sigurður Skarphéðinsson en hann hljóp á tímanum 1.49.51 og sigurvegari í kvennaflokki var Martha Ernstsdóttir á tímanum 1.45.52.

Í 10 km Vesturgötu varð sigurvegari í karlaflokki Sævar Helgason á tímanum 43.11 og í kvennaflokki var það Hólmfríður Vala Svavarsdóttir sem kom fyrst í mark á tímanum 48.09

Í þríþrautinni varð Sigurður Skarphéðinsson fyrstur meðal karla en hann lauk þrautinni á 4.41.14. Þóra Katrín Gunnarsdóttir sigraði í kvennaflokki en hún lauk þrautinni á tímanum 6.17.09

Öll úrslit er hægt að finna hér

Myndir af öllum viðburðum helgarinnar eru hér

 


 

 

Í dag fer fram Vesturgötuhlaup en það hefst klukkan 8 með keppni í 45 km hlaupi. Annars eru mætingar og start eins og hér segir:

45 km: Mæting í seinasta lagi 7.45, start frá Þingeyri klukkan 8.00

24 km: Mæting 8.45, rútan fer frá Þingeyri í startið klukkan 9.00. Startað klukkan 11.00

10 km: Mæting 11.00, rútan fer frá Þingeyri í startið klukkan 11.15. Startað klukkan 12.45

Markið í öllum vegalengdum er á Sveinseyri en það er um 10 km frá Þingeyri. Hvetjum við alla að mæta og hvetja keppendur þegar þeir koma í markið. Verðlaunaafhending fer einnig fram á Sveinseyri strax eftir hlaupið.

 


 

Laugardagurinn 20. júlí 2013

Þá er annar dagur Hlaupahátíðarinnar búinn en í dag var keppt í Svalvogahjólreiðum og skemmtiskokki á Þingeyri.

Sigurvegarar í hjólreiðunum voru Ingvar Ómarsson og María Ögn Guðmundsdóttir. Ingvar fór á tímanum 2.11.02 en það er bæting á besta tíma leiðarinnar um 23 mínútur. Ingvar var einnig fjallakóngurinn en það er sá keppandi sem er fyrstur upp á topp. María Ögn fór á tímanum 2.38.36 en það er bæting á besta tímanum hjá konunum um 25 mínútur. Þess má geta að tími Maríu hefði dugað henni í 10 sæti í karlaflokki.

Öll úrslit er hægt að nálgast á tímataka.net

Í skemmtiskokkinu var hægt að velja um að fara 2 og 4 km og voru það 111 keppendur sem hlupu þær vegalengdir. Eftir keppnina var boðið upp á vöfflur, pitsur og útijóga og skapaðist skemmtileg stemming á svæðinu meðan á dagskrá dagsins stóð


 

Föstudagurinn 19. júlí 2013

Þá er fyrsti dagur hátíðarinnar búinn í ár og tókst allt eins og til var ætlast. Lognið var aðeins að flýta sér í kvöld en keppendur létu það ekki á sig fá. Keppendur í  10 km hlaupi voru 78 og voru það þau Martha Ernstsdóttir og Kjartan Ólafsson sem komu fyrst í mark. Í 21,1 km voru það Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Sævar Helgason sem skiluðu sér fyrst í gegnum markið. Hægt er að nálgast öll úrslit hér

Þá er sjósundið búið og öll úrslit komin inn á timataka.net

Sigurvegari í 500 m sjósundi eru Elena Dís Viðisdóttir og Gísli Kristjánsson og í 1500 m sjósundinu voru það Elena Dís Víðisdóttir og Ásgeir Elíasson.

 

Öll Úrslit helgarinnar verða í beinni útsendingu á timataka.net

 


 

Miðvikudagurinn 17. júli 2013

 

Þa er forskráningu lokið en það er ennþá hægt að skrá sig eins og er tilgreint hér að neðan. Öll gögn er hægt að nálgast á fimmtudag og föstudag á Ísafirði og á laugardag og sunnudag á Þingeyri.

Minnisblað fyrir þátttakendur er hér og viljum við biðja ykkur að lesa það vel yfir þannig að ekkert komi ykkur á óvart þegar keppnin hefst.

 

 Þá fer aldeilis að styttast í hátíðina en forskráningu hér á síðunni lýkur á hádegi á morgun, miðvikudaginn 17. júlí. Þó er enn hægt að skrá sig en skráning heldur áfram í versluninni CraftSport fimmtudaginn 18. júlí frá klukkan 16-18 og á föstudaginn 19. júlí frá klukkan 12-18. Einnig verður hægt að skrá sig á Þingeyri laugardag og sunnudag en við verðum með aðstöðu í tjaldi fyrir utan iþróttahúsið á Þingeyri. Öll gögn verða einnig afhent á framangreindum tímum.

 

Nú er aðeins rúm vika í að hátíðin hefjist og er allt að smella saman hjá aðstandendum hennar. Það er til mikils að vinna fyrir keppendur sem taka þátt en verðlaun hátíðarinnar eru ekki af verri endanum. Auk þess að vera með hin hefðbundnu verðlaun,bikara og verðlaunapeninga, eru einnig verðlaun frá CraftSport, Afreksvörum, Vesturferðum, Ferðaþjónustunni Reykjanesi, Guesthouse 66, Hótel Sandafell og síðast en ekki síst vestfirskt handverk frá Þingeyri. Að auki eru fjölmörg útdráttarverðlaun frá fyrirtækjum á svæðinu þannig að það er til mikils að vinna.

Þátttekendum er bent á að fylgjast með á síðunni næstu daga, við munum einnig senda minnisblað til allra forskráðra á miðvikudag þar sem aðalatriðin eru kunngerð.

Flott myndband af hátíðinni

Skráning er í fullum gangi og sjáum við fullt af nýjum nöfnum meðal skráðra sem er frábært. Við bendum þátttakendum að skoða síðuna westfjords.is en þar er að finna ýmsar nytsamlegar upplýsingar fyrir þá sem ætla að ferðast um Vestfirði, ma. upplýsingar um gistingu, afþreying og áhugaverðir staði.

Nú er búið að uppfæra síðuna þannig að allar upplýsingar eiga við hátíðina 19-21 júlí nk.  Dagskráin er komin inn undir flipanum „hlaupahátíð“ en þar er einnig að finna verðin í hverja grein fyrir sig. Á næstu dögum verða settar inn myndir af hlaupaleiðum í Óshlíðarhlaupi, Vesturgötuhlaupi og leiðinni í hjólreiðakeppninni.

 

Skráning er nú hafin hér á vefnum og er linkur á hana hér til hægri.....

 

Hlaupahátíðin 2013 fer fram dagana 19-21 júlí og verður dagskráin með sama sniði og í fyrra, þe. sjósund og Óshliðarhlaup á föstudegi, fjallahjólreiðar og skemmtiskokk á laugardegi og Vesturgatan á sunnudegi. Skráning á hátíðina fer fram hér á vefnum og hefst hún innan tíðar.

Dagskráin er komin inn vefinn og munu meiri upplýsingar verða settar þar inn á næstu dögum og vikum.

 

Þá er hlaupahátíðinni 2012 lokið en í dag var Vesturgatan hlaupin í blíðskaparveðri. Öll úrslit eru hér fyrir neðan. Skipuleggjendur hátíðarinnar þakka öllum þátttakendum fyrir komuna og vonum að þið hafið átt góða daga hér á Vestfjörðum og komið aftur að ári. Einnig viljum við þakka kærlega öllum þeim sem lögðu sitt á vogarskálarnar til að hægt hafi verið að halda hátíðina með þessum hætti .

Hlaupahátíðin verður haldin að ári en þá verður hún 19. - 21. júlí og vonumst við til að sjá sem flesta þá.

Myndir af hátíðinni eru komnar á netið hér

Úrslit 45 km Vesturgata

Úrslit í 24 km Vesturgata karlar

Úrslit 24 km Vesturgata konur

Úrslit 10 km Vesturgata karlar

Úrslit í 10 km Vesturgötu konur

Úrslit þríþraut

Ef að einhver keppandi sér ekki nafnið sitt á réttum stað í þessum listum þá er hann beðinn að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og það verður lagað hið snarasta.

Annar dagur hlaupahátíðarinnar er nú á enda en í dag var skemmtiskokk og fjallahjólreiðakeppni á Þingeyri. 104 þátttakendur voru í skemmtiskokkinu en í fjallahjólreiðunum voru 63 þátttakendur. Úrslitin í þeim munu koma á síðuna í kvöld eða strax á morgun en það var eitthvað vesen með flögutímana hjá einhverjum en verið er að vinna í þeim málum núna. Tímamet voru slegin í báðum flokkum en fyrri metin voru 2.32.56 í karlaflokki og 3.19.18 í kvennaflokki en það voru líka Hafsteinn og María Ögn sem áttu þau met

Fyrstu þrír í karla og kvennaflokki voru:

1. María Ögn Guðmundsdóttir Tindur Örninn-Trek 3.03.26

2. Guðbjörg Halldórsdóttir HFR 3.33.16

3. Clasina Jensen  Riddarar Rósu 3.42.00

1. Hafsteinn Ægir Geirsson Tindur Örninn-Trek 2.24.23

2. Ingvar Ómarsson Tindur 2.24.24

3. Helgi Berg Friðþjófsson HFR 2.32.52

 

Úrslit í hjólreiðum (leiðrétt)

 

Á morgun verður Vesturgatan svo hlaupin en dagurinn hefst með 45 km hlaupi klukkan 8, svo hefst 24 km hlaupið klukkan 11 og 10 km hlaupið klukkan 12.30. Rútur fara í 24 km klukkan 9 og í 10 km klukkan 11 og fara þær frá Þingeyri í startið. Markið í öllum hlaupunum verður svo á Sveinseyri.

 

Þá er fyrsti dagurinn á hlaupahátíðinni þetta árið liðinn. Dagurinn gekk að flestu leyti vel fyrir sig. Lognið var eitthvað að flýta sér en keppendur létu það ekki á sig fá. Öll úrslit dagsins eru hér fyrir neðan en ef keppendur hafa eitthvað við þau að athuga þá er hægt að hafa samband í síma 8944208 (Guðbjörg) um helgina. Einhverjir sem eiga verðlaun og voru ekki við verðlaunaathöfnina mega einnig hafa samband eða nálgast þau á Þingeyri á morgun eða sunnudag.

Á morgun hefst keppnin klukkan 10 með fjallahjólreiðum og svo verður skemmtiskokk klukkan 12 og hefst dagskráin við Sundlaugina á Þingeyri. Einnig  verða bakaðar vöfflur og Martha Ernstsdóttir verður með útijóga. Hvetjum alla til að mæta og taka þátt.

Úrslit Sjósund

Úrslit í 10 km Óshlíð

Úrslit í 21 km Óshlíð

Í dag, 13. júlí, hefst hlaupahátíðin 2012. Skráning og afhending gagna fer fram í versluninni CraftSport Austurvegi 2 Ísafirði en einnig er hægt að nálgast gögn og skrá sig á Þingeyri á laugardag og sunnudag við sundlaugina.

Sjósundið hefst klukkan 16 við aðstöðu Sæfara í Neðstakaupstað en það verður byrjað á að synda 500m sundið og svo fara 1500m af stað. Óshlíðarhlaupið hefst svo klukkan 20 í Bolungarvík og 10 km klukkan 20.30 á Óshlíðinni. Rútur fara frá versluninni CraftSport klukkan 19.15 og 19.45.

Mótshaldarar hafa ákveðið að fresta startinu í 10 km Vesturgötu til klukkan 12.30. Við þurfum að nota sömu rútur og eru í 24km og það er of knappt að reyna að starta klukkan 12. Það er því mæting klukkan 10.30 og fara rúturnar upp úr kl.11 af stað frá sundlauginni á Þingeyri.

Öll úrslit munu birtast hér á síðunni eftir hvern dag en einnig verða þau send á hlaup.com og hlaup.is

 

Í dag var undirritaður samningur milli hlaupahátíðarinnar og Íslandsbanka er sá samningur er til 5 ár og mun bankinn vera aðalstyrktaraðila hátíðarinnar í þann tíma. Samningurinn er afar mikilvægur fyrir hátíðina og erum við mjög ánægð að geta með honum gert hátíðina enn veglegri. Þá var einnig undirritaður samningur við Ölgerðina í dag en sá samningur er til 3 ára og mun Ölgerðin sjá hátíðinni fyrir öllum þeim drykkjum sem notaðir verða á hátíðinni á þeim tíma.

Hér er minnilisti fyrir keppendur en þar er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir keppnina um helgina. Hvetjum alla til að lesa vel yfir og ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið samband.

 

Hlaupahátíðin er nú á næsta leiti og er undirbúningur í hámarki. Skráning er á hlaup.com og hvetjum við alla að skrá sig tímanlega en netskráningu lýkur á hádegi miðvikudaginn 11. júlí. Eftir það er hægt að skrá sig í versluninni CraftSport Austurvegi 2 Ísafirði fimmtudaginn 12. júlí frá 16-18 og föstudaginn 13. júlí frá 12-18.

Nú á næstu dögum verður undirritaður samningur við Íslandsbanka en bankinn verður aðalstyrktaraðili hlaupahátíðarinnar næstu 5 árin. Þessi samningur er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en hann tryggir hátíðina enn betur í sessi.

Einnig eru í höfn samningar við Ölgerðina og Nóa Siríus og munu allir drykkir og og flestar veitingar koma frá þeim.

Nú hafa starfsmenn FRÍ mælt Óshlíðina löglega þannig að þeir sem taka þátt í henni fá tíma sína skráða en þess ber þó að geta að brautin er ekki lögleg til að setja Íslandsmet þar sem of langt er á milli starts og marks.

 

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 13. - 15.  júlí 2012

Hlaupahátíðin á Vestfjörðum verður haldin helgina 13. - 15. júlí 2012 og er það í fjórða sinn sem hún er haldin. Hátíðin hefur vaxið hratt undanfarin ár en í ár verður hún með sama sniði og á síðasta ári. Þá bættum við inn sjósundi, þríþraut og 45 km Vesturgötuhlaupi.

Skráning er hafin á hlaup.com og geta þátttakendur skráð sig í allar þær greinar sem þeir ætla að taka þátt í í einni færslu auk þess sem hægt er að kaupa hlaupahátíðarboli. Greiðsla fer fram við skráningu en ef þátttakendur forfallast þá er hægt að fá endurgreitt þar til forskráningu lýkur en ekki eftir það. Bendum við þeim að hafa samband á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hátíðin 2011

Nú er hlaupahátíðinni lokið í ár og tókst hún í alla staði mjög vel fyrir utan smá hnökra með rúturnar í 10 km Vesturgötu og biðjum við þátttakendur afsökunar á því. Er greinilega eitthvað sem þarf að huga betur að en við erum alltaf að læra og munum bæta þetta að ári. Hér má sjá öll úrslit og þau er einnig að finna hlaup.is og hlaup.com

Þökkum öllum þátttakendum fyrir helgina og vonumst til að sjá sem flesta að ári liðnu, 13.-15. júlí 2012.

       Aðalstyrktaraðili Hlaupahátíðar á Vestfjörðum
 
 

SKRÁNING 2014


HVERJIR ERU SKRÁÐIR


 


Ölgerðin Egill Skallagrímsson


craft


3X


noi-sirius


Ei


merki


 


olis 


 


 


 


Ametyst-Bræðraborg-Einarshús-Dekurstofan Dagný-Dress up games-Ferðaþjónustan Reykjanesi-Fótaaðgerðarstofan Silfá- Gamla Bakariið-Gistiheimili Áslaugar- GÓK húsasmíði- Hafnarbúðin- Hamraborg-HG-Heilsusetur Stebba- Hótel Ísafjörður-Hótel Sandafell-Húsið-Ísafjarðarbíó-Jakob Valgeir-Jón og Gunna-Kaupmaðurinn-Melrakkasetrið-Nuddstofa Agnesar-Rammagerðin-Samkaup-Samskip-Simbakaffi-Sjóvá-Snerpa-Tjöruhúsið-Vestfirskir Verktakar-Vesturferðir-Þristur